Nýrri og glæsilegri heimasíða Súðavíkurhrepps hefur verið hleypt af stokkunum en það er Stefna ehf sem hefur haft veg og vanda að nýju síðunni sem er stílhrein og aðgengileg. Síðan ber þess þó merki að enn vanti að setja inn meira af gögnum en væntanlega er sú vinna í fullum gangi.

Það er mikilvægt fyrir íbúa að hafa gott aðgengi að öllum upplýsingum síns sveitarfélags og endurnýjun heimasíðna nauðsynleg þjónusta við þá. Uppi í hægra horni síðunnar er hægt að velja enska útgáfu sem virðist ekki vera tilbúin en fyrir fjölþjóðleg samfélög eins og vestfirsk þorp almennt eru, er það góð þjónusta að hafa síðuna á ensku og jafnvel líka á pólsku.

Vel gert Súðavíkurhreppur og til hamingju með nýja síðu.

bryndis@bb.is

DEILA