Í sumar tóku þrjár miðaldra konur sig upp og skelltu sér í hringferð um landið á rafmagnshjólum og reiddu góða skapið í þverpokum. Hringferðin er vel skráð með skemmtilegum myndböndum þar sem fallegir staðir voru heimsóttir og heimamenn voru í hávegum hafðir. Tilgangurinn var að deila með eftirminnilegum hætti góðri upplifun af landinu og vonandi með þeim afleiðingum að fleiri taki sig upp og ferðist um landið. 

Hópurinn tók auka ferð í Hælavík því ein úr hópnum, Bjarney Lúðvíksdóttir, barnabarn Bjarneyjar Sigríðar Guðmundsdóttur sem fæddist í Hælavík 1918 vinnur nú að heimildarmynd um ömmu sína. Og eins og í hringferðinni um landið var myndavélin á lofti og hópurinn taldi ekki eftir sér að syngja og dansa fyrir fólk. Hið víðfræga ja ja ding dong fékk að hljóma um Hælavíkina og á facebook síðu hópsins má nálgast myndböndin þeirra, til dæmis ja ja ding dong Hælavíkur.

bryndis@bb.is

DEILA