Krossnessundlaug

Krossneslaug í Árneshreppi er af mörgum talin ein skemmtilegasta sundlaug landsins.

Hún var gerð árið 1954 og er rétt fyrir ofan fjöruna svo gestir horfa út yfir hafflötinn þegar þeir slaka á í lauginni.

Það er Ungmennafélagið Leifur heppni sem sér um rekstur laugarinnar.

Með auknum fjölda gesta er mikilvægt að ráðast í það að bæta aðstöðu og gera laugarsvæðið betur í stakk búið til að taka á móti þeim sem heimsækja hana.

Þess vegna var ákveðið á aðalfundi Ungmennafélagsins þann 20. júní síðastliðinn að ráðast í framkvæmdir við laugina.

Það sem á að gera er að stækka og bæta aðstöðu í búningsklefum og bæta um leið aðstöðu fyrir starfsmann.

Guðlaugur Maríasson frá Felli teiknaði viðbygginguna fyrir félagið.

Í kjölfarið var leitað eftir styrkjum til að hjálpa til við fjármögnun verksins og hefur Ungmennafélagið fengið úthlutað frá verkefni brothættra byggða Áfram Árneshreppur 3.880.000 kr. til að gera endurbætur á búningsaðstöðu.

Verkefnið fékk einnig öndvegisstyrk að upphæð 10.000.000 kr. frá öndvegissjóði brothættra byggða

Þannig að nú er Ungmennafélaginu ekkert til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir og verður byrjað í ágúst næstkomandi.

Framkvæmdum á svo að ljúka fyrir næsta sumar.


Myndir af lauginni eins og hún kemur til með að líta út að framkvæmdum loknum eru hér með og fleiri myndir. Myndirnar tók Sigrún Sverrisdóttir sundlaugarvörður.

Fréttin er af https://litlihjalli.it.is

DEILA