Körfubolti: Vestrakonur fá bandarískan liðsauka

Olivia Crawford

Meistaraflokkur kvenna hjá Kkd. Vestra mun leika í 1. deild Íslandsmótsins í vetur eftir fimm ára hlé.

Í liðinu verður hin bandaríska Olivia Crawford sem er 23 ára leikstjórnandi og lék með Seattle University á síðustu leiktíð.

Hún byrjar því atvinnumannaferil sinn á Ísafirði.

Olivia er fyrsti erlendi leikmaðurinn í kvennakörfunni á Ísafirði í fimm ár en síðast lék Labrenthia Murdoch með KFÍ tímabilið 2014-2015.

Liðið náði þá þriðja sæti 1. deildarinnar.

Meistaraflokkurinn var endurvakinn á ný nú snemmsumars en uppistaðan í honum verða 15-18 ára leikmenn Vestra sem hafa spilað upp alla yngri flokka deildarinnar.

Pétur Már Sigurðsson er þjálfari meistaraflokks kvenna en hann þjálfar jafnframt meistaraflokk karla.

DEILA