Káravísur

Jón Páll Halldórsson listamaður teiknaði myndina

Seinni bylgja Covid19 virðist nú vera í mikilli uppsiglingu og ef ekki tekst að ná tökum á ástandinu gæti þjóðfélagið verið að takast á við svipað ástand og ríkti um miðjan mars. Nú sem aldrei fyrr er nauðsynlegt að hver og einn taki ábyrgð á sínum smitvörnum, haldi 2ja metra regluna í heiðri, þvo sér vel um hendurnar og stofni ekki til stórra mannfagnaða.

En það er nauðsynlegt að geta séð spaugilegar hliðar á tilverunni, líka í þessum fordæmalausu aðstæðum. Það getur Hólmvíkingur einn sem tekur hvert málið á fætur öðru og semur góðlátlegar gamanvísur.

Bragi Þór Valsson er tónlistarmaður, tónskáld og textasmiður. Hann kennir nú við Tónskólann á Hólmavík en starfaði frá 2011 til 2019 við kórstjórn og tónlistarkennslu í Suður-Afríku. Hann er giftur rithöfundinum Christinu van Deventer. Ásamt ýmiskonar tónlistarstörfum stundar hann nú doktorsnám í kórstjórn við háskólann í Stellenbosch í Suður-Afríku. Tónsmíðar hans og vinsælar kórútsetningar af þekktum popplögum hafa verið fluttar af kórum í að minnsta kosti 23 löndum.

Hér að neðan eru tenglar á vísum sem hann semur og syngur um Víði og eina sanna og Kára Stefánsson.

Káravísur

https://www.facebook.com/604376986/videos/10157158518841987/

Víðisvísur

https://www.facebook.com/604376986/videos/10156810317446987/

Bryndis@bb.is

DEILA