Íþróttaæfingar- og keppnir hefjast að nýju

Mennta og menningarmálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu vegna íþróttaæfinga og íþróttamóta þar sem kemur fram að æfingar og keppnir fullorðinna í íþróttagreinum með mikilli nálægð verða leyfð að nýju eftir 13. ágúst. Um þetta er fjallað í nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

Tveggja metra nálægðarregla gildir þó áfram í búningsklefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga og þurfa þjálfarar, starfsmenn og sjálfboðaliðar að virða hana.

Íþrótta- og ólympíusamband Íslands og sérsambönd þess munu útfæra nánari reglur í samráði við sóttvarnalækni, meðal annars um einstaklingsbundnar sóttvarnir, sótthreinsun búnaðar og framkvæmd æfinga og keppna.

bryndis@bb.is

DEILA