Helgar hlaupaferð á Hornströndum

Um miðjan ágúst og september ætlar Inga Fanney Travels að efna til „rólegrar“ hlaupaferðar á Hornströndum þar sem gist verður í skútu og hlaupið milli fjarða, ca. 20 km hvorn dag.

Að sögn Ingu eru Hornstrandir sannkölluð paradís utanvegahlauparans. Þangað liggja engir vegir og eina leiðin til að komast þangað er sjóleiðis. Seglskútan Aurora er eins og færanlegur fjallaskáli, sem flytur hlauparana frá Ísafirði í Friðlandið á Hornströndum og Jökulfjörðum.

Skútan Aurora tekur 10 gesti og verður heimili hlauparanna þessa 3 daga. Á skútunni eru þrjár gestakáetur, tvær fjögurra manna og ein tveggja manna. Einnig er setustofa, eldhús og aðstaða fyrir skipstjóra og starfsfólk.

Fyrirspurnir og nánari upplýsingar veitir Inga Fanney í tölvupósti inga@aurora-arktika.com.

 bryndis@hotmail.com

DEILA