Helena Haraldsdóttir hefur nú skrifað undir leikmannasamning við meistaraflokk KR en hún spilaði með stúlknaflokki KR í fyrra og átti þá gott tímabil ef marka má heimildir bb.is. Helena hefur spilað með U15 og U16 og var í æfingahóp U18 í vor.

Helena er fædd 2003 og uppalin á Ísafirði og í Vestra.

Ásamt Helenu skrifaði Anna Fríða Ingvarsdóttir sömuleiðis undir leikmannasamning við KR og á karfan.is er haft eftir Francisco Garcia þjálfar meistaraflokks kvenna að hann sjái framtíðina bjarta með þessa tvo ungu og efnilegu leikmenn.

bryndis@bb.is

DEILA