Gamla sjúkrahúsið

Færslur um friðlýst hús í tilefni Menningarminjadaga Evrópu 2020 – no. 3: Gamla sjúkrahúsið á Ísafirði, friðlýst 1999.

Sumarið 1924 hófust framkvæmdir við bygginguna og höfðu menn orð á hve vönduð vinnubrögð væru þar viðhöfð.

Um áramót var húsið komið undir þak og stóð frágangur og vinna innanhúss yfir fram sumar. Sjúkrahúsið var vígt 17. júní 1925 við hátíðlega athöfn.

Guðmundur Björnsson landlæknir vígði húsið og Guðmundur E. Geirdal, skáld, frumflutti vígsluljóð.

Sjúkrahúsið var glæsilegasta hús sinnar tegundar hér á landi á sínum tíma og ber vitni um stórhug og djörfung þeirra sem að því stóðu.

Árið 1983 var nýtt sjúkrahús tekið í notkun á Ísafirði og fluttist þá starfsemin þangað.

Gamla sjúkrahúsið gegnir nú hlutverki safnahúss og hýsir bókasafn, listasafn, skjalasafn og ljósmyndasafn.

Ísfirðingar hafa borið gæfu til þess að þrengja ekki um of að þessu fallega húsi þannig að það nýtur sín vel.

Af vefsíðu Minjastofnunar

DEILA