Fyrir 100 árum

Í marsmánuði árið 1920 birtist í Dagblaðinu Vísi auglýsing þar sem óskað var eftir tveimur lögregluþjónum til starfa á Ísafirði.

Vaktakerfið er nokkuð sérstakt og ekki alveg víst að það þætti boðlegt í dag.

Blaðið Vesturland segir svo frá því 31 desember 1923 að á bæjarstjórnarfundi sem haldinn var þann 29 desember:

„Gjörðist þar ekki annað en það, að báðum lögregluþjónum bæjarins var hrundið úr stöðu þeirra. Engin rödd kom fram um það, að þeir hefðu í nokkru af sér brotið, og báðum vildi bæjarfógeti halda. Eru engar ástæður kunnar fyrir þessari ráðabreytni aðrar en þær, að hvorugur lögregluþjónanna er Bolseviki.“

Nú er eftir að upplýsa hvort þeir brottreknu voru þeir sem Magnús Torfason réði.

DEILA