Fornleifarannsóknir: Arnarfjörður á miðöldum.

Í dag er síðast dagur fornleifarannsókna í Arnarfirði þetta sumar.

Í ár var lokið við að grafa upp skálann á Auðkúlu og grafið upp jarðhýsi við hlið skálans. Það hús var mjög dæmigert eins og skálinn.

Stór ofn var í einu horninu með eldsprungnum steinum.

Enn eru þó nokkur hús ógrafin á bæjarstæðinu. Smiðja og fjós og 3 önnur hús sem ekki er vitað hvaða tilgangi þjónuðu en gæti tengst járnvinnslunni.

Ekki langt frá er svo líklega annar skáli.

Á Hrafnseyri kom í ljós að stór skáli liggur með fram Bælisbrekku í túninu steinsnar frá jarðhýsi frá 10. öld sem grafið var 2012-2013.

Drónamyndatökur sumarsins hafa leitt í ljós mikið af óþekktum minjum í Arnarfirði og minjar fundist sem greint er frá í heimildum en staðsetning hafði verið ókunn þar til í sumar.

Sumarið hefur því bætt gríðarlega miklu af gögnum og þekkingu við rannsóknina sem vonandi heldur áfram á næsta ári að sögn Margrétar Hallmundsdóttur fornleifafræðings.

DEILA