Fisdkeldi: Útflutningur aldrei verið meiri

Útflutningsverðmæti eldisafurða nemur rúmum 13,5 milljörðum króna á fyrstu 6 mánuðum ársins.

Hefur það aldrei verið meira á fyrri árshelmingi, hvort sem talið er í krónum eða erlendri mynt.

Á sama tímabili í fyrra nam útflutningsverðmæti eldisafurða 12,1 milljarði króna og hefur það því aukist í ár um rúm 11% í krónum talið.

Lækkun á gengi krónunnar styður vitaskuld við afkomu greinarinnar í krónum talið og er aukningin því ívið minni mæld í erlendri mynt, eða 4%.
Það má þó teljast dágóð aukning og afar kærkomin í því efnahagsástandi sem nú ríkir í þjóðarbúskapnum.

Er fiskeldi í raun ein af fáum útflutningsgreinum hér á landi sem er í vexti um þessar mundir og hefur skilað meiri útflutningstekjum til þjóðarbúsins í ár en í fyrra.

DEILA