Ferðaveðrið heim í dag

Covid19 hefur að öllum líkindum sett ferðaáætlanir margra úr skorðum þessa Verslunarmannahelgi en engu að síður eru einhverjir á ferðinni, sunnanfólk fyrir vestan að heimsækja ættingja og öfugt. Ferðaveðrið heim í dag er með ágætum, aðgerðarlítið og veðurstofan reiknar með norðaustlægri átt seinnipartinn, skýjuðu og súld á köflum en gæti farið að rigna með kvöldinu.

Á morgun og út vikuna gæti þó dregið til tíðinda með rigningu og að öllum líkindum ekki nauðsynlegt að vökva næstu daga.

bryndis@bb.is

DEILA