Ekkert nýtt smit greindist á Ísafirði í gær.
Allir sem eru í sóttkví og fjölskyldumeðlimir sýkta einstaklingsins voru skimaðir á sunnudag.
Uppruni smitsins er því enn óljós.
Áfram verður leitað í dag og næstu daga með viðtölum og sýnatökum. Engar breytingar hafa orðið á fjölda manns í sóttkví vegna smitsins og áfram verður aðgangur að Hlíf takmarkaður.
Fólk sem finnur til minnstu einkenna ætti að hafa samband við heilsugæsluna og koma í sýnatöku.
Einn er nú í einangrun og 24 í sóttkví á Vestfjörðum