Bílasala dregst saman – Hreinorkubílum fjölgar

Árið 2018 voru nýskráðir 17.971 nýir fólksbílar sem er vel yfir meðaltali síðustu ára en metár var í bílasölu 2017 þegar 21.330 fólksbílar voru nýskráðir.

Árið 2019 fór salan niður í 11.700 bíla.

Verulega hefur dregið úr nýskráningum í ár samanborið við síðustu tvö ár.

Fyrstu sex mánuðina í ár var búið að nýskrá 4.193 fólksbíla en talan var komin í 6.155 bíla í þann 27. ágúst.

Samhliða samdrætti hefur nýskráning eftir orkugjöfum breyst mikið.

Hlutfall hreinorkubíla í nýskráningum hefur stóraukist á sama tíma og skráning hefðbundinna sprengihreyfilsbíla hefur snarminnkað.

Rafbílum fjölgar

Fyrstu sex mánuðina 2018 voru nýskráðir 284 rafbílar en 1.069 á sama tímabili í ár.

Nýskráning tengiltvinn- og tvinnbíla hefur aukist sem hlutfall af heildarsölu en vegna sölusamdráttar um að ræða svipað marga bíla.

DEILA