Bifhjólaslys á Óshlíð

Óshlíð

Á laugardag varð bifhjólaslys á Óshlíð. Ökumaðurinn gætti ekki að sprungu í veg­in­um fyrr en of seint og fór út af.

Að sögn lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum er veg­ur­inn bein­lín­is hættu­leg­ur þar sem mikið grjót hef­ur hrunið úr hlíðinni ofan veg­ar­ins.

Þá hef­ur sjór­inn grafið und­an veg­in­um.

Ökumaður­inn féll af hjól­inu en hjólið rann niður hlíðina og hafnaði í fjör­unni.

Var ökumaður­inn vel áttaður er lög­reglu bar að garði en flutt­ur til aðhlynn­ing­ar á Heil­brigðis­stofn­un Vest­fjarða.

DEILA