Á laugardag varð bifhjólaslys á Óshlíð. Ökumaðurinn gætti ekki að sprungu í veginum fyrr en of seint og fór út af.
Að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum er vegurinn beinlínis hættulegur þar sem mikið grjót hefur hrunið úr hlíðinni ofan vegarins.
Þá hefur sjórinn grafið undan veginum.
Ökumaðurinn féll af hjólinu en hjólið rann niður hlíðina og hafnaði í fjörunni.
Var ökumaðurinn vel áttaður er lögreglu bar að garði en fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.