Baggalútur í Villtavesturstúr

Baggalútur hefur gegnum tíðina sent frá sér fjölda laga og hljómskífna sem hafa notið töluverðrar hylli.
Það var síðsumars árið 2005 sem fyrsti geisladiskur Baggalúts, Pabbi þarf að vinna kom út en hann innihélt alíslenska köntrítónlist, með hröðu banjóspili, dillandi fiðluleik og ljúfsárum textum. Plötunni var að vonum vel tekið og hlaut titillag plötunnar meðal annars íslensku tónlistarverðlaunin fyrir besta lag og texta ársins.

Árið 2006 kom svo hljómskífan Aparnir í Eden. Þar heldur Baggalútur sig enn á slóðum köntrísins en leggur megináherslu á letilegt sjávarútvegs- og strandköntrí innblásið af svefndrukkinni tónlist Hawaiibúa.
En Aparnir í Eden hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir bestu dægurlaga plötuna árið 2007. Sama ár kom fyrri jólaplata Baggalúts, Jól & blíða.

Árið 2008 kom svo samkvæmisskífan Nýjasta nýtt og 2009 hin þjóðlagaskotna Sólskinið í Dakota, sem innihélt lög við ljóð vesturíslenskra skálda. Árið 2010 kom svo seinni jólaplata sveitarinnar, Næstu jól.

Baggalútur hefur svo haldið ótrauður áfram að senda frá sér frábært efni.

En nú er komið að því að Baggalútur mætir með allt sitt hafurtask og hyski á Vestfirði:

Tónleikar verða á eftirtöldum stöðum:

Fös. 14. ágúst – Skrímslasetrið Bíldudal
Lau. 15. ágúst – Vagninn Flateyri
Sun. 16. ágúst – Hótel Laugarhóll Bjarnarfirði

DEILA