Aðgerðir gegn ofbeldi

Félags- og barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra auglýsa eftir umsóknum um styrki til félaga, samtaka og opinberra aðila vegna verkefna sem snúa að aðgerðum gegn ofbeldi.  Verkefnunum verður ætlað að stuðla að almennri vitundarvakningu um ofbeldi gegn börnum og heimilisofbeldi, eflingu þjónustu og stuðningsúrræða vegna ofbeldis og stuðning við þróun og framkvæmd annarra verkefna á þessu sviði á tímum Covid-19.

Sérstaklega er kallað eftir verkefnum sem huga að viðkvæmum hópum þar sem reynslan hefur sýnt að eru í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi, þar með talið börnum, konum af erlendum uppruna, öldruðum og fötluðu fólki.

Styrkir geta að hámarki numið 75% af áætluðum heildarkostnaði verkefnis. Unnt er að sækja um jafnt á íslensku og ensku. Til úthlutunar eru  25 milljónir króna.

Umsóknarfrestur er til og með 11. ágúst 2020. Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt á eyðublaðavef Stjórnarráðsins. Hér má finna reglur með nánari upplýsingum um úthlutun styrkja.

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda tölvupóst á netfangið frn@frn.is.

bryndis@bb.is

DEILA