Víkingahátíðin á Þingeyri 10.-12. júlí

Víkingar á Vestfjörðum er félag fólks sem áhuga hefur á menningu, sögu og handverki landnámsfólksins. Félagið er staðsett á Þingeyri.

Á morgun hefst Víkingahátíð sem haldin er í samvinnu við Rimmugýgi úr Hafnarfirði.

Á hátíðinni verður margt sem minnir á hina fornu víkinga svo sem bardagasýningar, eldsmíði, leikjasýningar, sögumenn, bogfimi, handverk, markaður, vikingaleikir og fleira.

Samstarfsaðilar hátíðarinnar eru Kjarnafæði, Mjólkursamsalan, Íslenskt grænmeti, Ölgerðin, Simbahöllin, Smiðjan og Gamla bakaríið á Ísafirði og er aðgangur ókeypis, en óskað er eftir að þátttakendur skrá sig á slóðinni:
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSeFMlCL-gVmdguGE9DcbfVdz384ATavbbkTnIu9VldT1Gs0Sw/viewform?usp=sf_link

DEILA