Tjald­svæðið á Patreks­firði full­bókað um versl­un­ar­manna­helgina!

Vesturbyggð hefur sent frá sér tilkynningu um að tjaldsvæðið á Patreksfirði sé uppbókað um verslunarmannahelgina.

Tjald­svæða­gestum sem höfðu áætlanir um að ferðast um svæðið og tjalda á Patreks­firði er bent á önnur tjald­svæði í nágrenninu, eins og Bíldudal, á Tálkna­firði, Melanes á Rauðas­andi, við Hótel Flóka­lund og við Hótel Breiðavík.

Þann 31. júlí – 3. ágúst n.k. verður Skjald­borg – hátíð íslenskra heim­ilda­mynda haldin á Patreks­firði, en hún hefur verið haldin ár hvert frá árinu 2007. Búast má við fjölda fólks í bænum vegna þess og eru allar gist­ingar á svæðinu full­bók­aðar.

DEILA