Spábollanámskeið á Núpi

Á morgun miðvikudag frá 14:00 til 16:00 verður Hafsteinn Helgason verkfræðingur með námskeið á Gistiheimilinu Núma að Núpi í Dýrafirði þar sem hann kennir áhugasömum að spá í bolla.

Hafsteinn hefur undanfarin ár viðað að sér miklum fróðleik um bollaspádóma í bókum og hjá gömlum frænkum.

Af sérstökum ástæðum fá ógiftir karlar 55 ára og eldri ókeypis aðgang.

Námskeiðinu fylgir vönduð viðarskrín með tveimur bollum og leiðbeiningum. Þátttökugjald: 4.500

Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið á info@flugdreki.is

DEILA