Í nýjasta FÍB blaðinu er áhugaverð grein um sjálfkeyrandi bíla eftir Katrínu Eddu Þorsteinsdóttur vélaverkfræðing sem vinnur hjá Bosch í þýskalandi við hugbúnaðarþróun fyrir sjálfkeyrandi bíla.
Það er ánægjulegt að ungur íslenskur verkfræðingur sé hluti af einu fremsta sérfræðingateymi veraldar við nýsköpun og þróun sjálkeyrandi bíla.
Katrin segir að allt frá dögum iðnbyltingarinnar hafi draumur mannsins um að vélaraflið leysti manneskjuna undan oki handaflsins verið smám saman að rætast. ,,Við höfum séð töfraorðin auto og macic (sjálf og töfrar) í hillingum framtíðarinnar og sannarlega væru hinar ýmsu sjálfvirku vélar nútímans sannkallaðar galdramaskínur í augum fyrri tíðar manna. Þegar fyrstu bifreiðirnar litu dagsins ljós, og hvorki hestar né menn þurftu lengur að draga vagninn fékk fyrirbærið latneska heitið automobile, það sem hreyfist sjálft, og var svo skemmtilega þýtt beint á íslensku sem sjálfrennireið. Ekki hvarflaði að nokkrum manni að fyrirbærið gæti stjórnað sér sjálft. “
Síðustu áratugi hefur tækninni fleygt fram á ofurhraða og virðist sem mannsandanum og tækninni séu engin takmörk sett.
Katrín segir umræðu um sjálfkeyrandi bíla mikla og varpar fram spurningum sem hún síðan leitast við að svara í greininni. Hvenær koma sjálfkeyrandi bílar? Hverjir verða fyrstir? Verða það Bandaríkjamenn, Þjóðverjar eða Kínverjar? Kalda stríðinu á milli austurs og vesturs er formlega lokið og gamla Sovétið ekki lengur með í kapphlaupinu, en það er barátta um það að vera á undan með bestu tæknina.
Katrín vinnur með tæknirisanum Bosch við það að hrinda úr vegi hindrunum.
Þessa athyglisverðu grein má nálgast í nýjasta FÍB Blaðinu:
https://www.fib.is/is/thjonusta/fib-bladid