Strandveiðibátur hafa heimild til að fara í 12 veiðiferðir í mánuði og er hámarksafli hverrar ferðar 650 ÞÍG kg.
Þegar bátur veiðir meira en 650 ÞÍG kg verður sá afli ólögmætur sjávarafli en er engu síður dreginn frá heildaraflaheimildum á strandveiðum.
Samtals 315 bátar komu með umframafla í maí samtals 37 tonn og munu útgerðir þeirra báta sem lönduðu of miklum afla vera sektaðar um rúmlega 8,6 milljónir króna sem munu renna í ríkissjóð og nemur sektin um 27 þúsund krónum að meðaltali á hvern bát.
Útgerðir þeirra tíu báta sem veiddu mestan umframafla í maí greiða samtals 1,1 milljón af sektarupphæðinni.