Reiðskörð og Ruddes

Boðið verður upp á fræðslugöngu um Rauðsdal á Barðaströnd á morgun fimmtudaginn 23. júlí kl. 13.00-15.00.

Upphafsstaður göngunnar er í fjörunni við Rauðsdal þar sem Rauðsá rennur til sjávar.

Ferðin verður farin í fylgd landvarðar Breiðafjarðar og með leiðsögn Elvu Bjargar Einarsdóttur höfundar bókarinnar: Barðastrandarhreppur, göngubók.

Þetta er afar þægileg en viðburðarík ganga að mögnuðum náttúruvættum sem alfaraleið lá um.
Ævintýraleg fjöruferð en einnig ganga um dimma sögu því að aftökustaður var í Reiðskörðum.

Takið með ykkur sundfötin því spáin er góð og því upplagt að fá sér sjóbað að lokinni göngu.

DEILA