Lögreglan varar við lambfé

Lömbin sækja í að kúra í vegköntunum. Það getur orðið þeim að aldurtila.

Lögreglan á Vestfjörðum sér ástæðu til að vara ökumenn við einni af þeim hættum sem steðjar að, en þar er átt við lambfé sem oft er við veg og getur átt til að hlaupa snögglega yfir veginn.

Hér er myndband sem sýnir vel hversu hratt þetta getur gerst og þá mikilvægt að ökuhraða sé stillt í hóf og ökumaður með athyglina á veginum og umhverfinu.

Bifreiðinni sem hér um ræðir er ekið á löglegum hraða, eða á 90 km m.v. klst. þegar tvö lömb koma hlaupandi yfir veginn. Þau höfðu ekki verið í augnsýn ökumanns fyrir atvikið.

Ljóst má vera að ef bifreiðinni hefði verið ekið hraðar hefði ökumaður hennar ekki geta brugðist svo skjótt við eins og sá sem hér um ræðir.
Myndbandið var tekið í Vesturbyggð þann 19. júlí sl.

https://www.facebook.com/804745209660178/videos/289250715471489

DEILA