Lögreglan á Vestfjörðum: Enn aka margir of hratt og sumir tala í símann

Nítján ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu í vikunni sem leið.

Sá sem hraðast ók var á 124 km hraða í Arnkötludal þar sem 90 km hraði er leyfilegur.

Einn ökumaður var stöðvaður fyrir akstur án ökuréttinda. Höfð voru afskipti ökumönnum tveggja bifhjóla þar sem búnaður hjólanna var ábótavant.

Þá datt ölvaður maður af rafmagnshlaupahjóli í miðbæ Ísafjarðar aðfaranótt sunnudagsins. Hann hlaut meiðsl og var fluttur á sjúkrahúsið.
Það fer engan veginn saman að vera ölvaður og aka um á slíku farartæki.

Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir að nota snjallsíma án handfrjáls búnaðar meðan á akstri stóð. Einn ökumannanna var á Patreksfirði en hinir þrír á Ísafirði. Sekt við slíku broti nemur 40.000 kr.

DEILA