Listahátíð Samúels í Selárdal

Listasafn Samúels stendur fyrir listahátíð í Selárdal um verslunarmannahelgina.

Meðal þeirra sem fram koma eru Magnús Þór Sigmundsson og Monika Abendroth.
Þórarinn Sigurbergsson leikur á gítar og Berta Ómarsdóttir mun syngja við undirleik Svans Vilbergssonar.

Í boði verður leiðsögn í gönguferð í Selárdal, listasmiðja fyrir fjölskylduna, matur úr héraðinu, kaffi og meðlæti, brennusöngur.

Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Erling Klingenberg, Elísabet Brynhildardóttir og Selma Hreggviðsdóttir opna myndlistarsýningu í Listasafni Samúels.
Karina Hanney Marrero sér um jóga á morgnana.

Loks mun Kómedíuleikhúsið flytja leikrit um Samúel og sýnd verður kvikmyndin Steyptir draumar í kirkjunni.

Hátíðarpassi kostar kr. 9000 frá föstudegi til sunnudags, 31. júlí til 2. ágúst. Hægt er að fá dagspassa á 5000 og tveggja daga passa á 7000.

DEILA