Í tilkynningu frá Hlaupahátíð Vestfjarða segir að í samráði við Veðurstofu Íslands hafi verið ákveðið að aflýsa hátíðinni þetta árið.
„Vegna mjög slæmra veðurskilyrða og skriðuhættu á keppnisvæðum sjáum við okkur ekki fært að geta tryggt öryggi keppenda.
Okkur þykir þetta mjög leitt en skv upplýsingum frá Veðurstofunni þá eru þetta aðstæður sem skapast á 20 ára fresti.
Við horfum bjartsýnum augum til ársins 2021 og vonumst til að sjá ykkur öll með sól í hjarta.“