Hertar aðgerðir. Sam­komu­mörk í 100 og tveggja metra regl­an skylda

Fjölda­tak­mörk­un vegna kór­ónu­veirunn­ar miðast núna við 100 ein­stak­linga, auk þess sem tveggja metra regl­an verður viðhöfð þar sem fólk kem­ur sam­an og í allri starf­semi.

Tveggja metra regl­an verður ekki leng­ur val­kvæð held­ur skyldu­bund­in.

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra greindi frá þessu á blaðamanna­fundi.

Þar sem er ekki hægt að tryggja tveggja metra regluna er grímuskylda, á þetta sérstaklega við um almenningssamgöngur og farþegaferjur. Vinnustaðir, opinberar byggingar og verslanir þurfa að skipuleggja starfsemina þannig að ekki verði fleiri en 100 samankomnir í einu auk þess sem tveggja metra reglan sé virt. Þá þurfa þessir staðir að tryggja aðgengi að sótthreinsibúnaði fyrir almenning, þ.e. spritti og slíku, og sinni þrifum eins og unnt er.

Starfsemi þar sem fólk notar sama búnað, eins og líkamsræktarstöðvar og spilasalir, fá tvo valmöguleika. Annars vegar að gera hlé á starfsemi sinni eða tryggja sótthreinsun á milli notenda. Þá er því beint til safna og annarra menningarhúsa að þeir geri hlé á starfsemi sinni.

Opnunartími skemmti- og veitingastaða breytist ekki, áfram til 23.

DEILA