GÍSLI Á UPPSÖLUM ER Í HAUKADAL 30. JÚLÍ

Gísli á Uppsölum snýr aftur í Haukadal í sumar. Sýning 30. júlí kl. 20:00

Þessi ástsæla sýning var á fjölunum fyrir tveimur árum og fékk einstaklega góðar viðtökur.

Leikurinn verður nú sýndur að nýju í minnsta atvinnuleikhúsi landsins í Haukadal Dýrafirði, þar sem engin býr.

Gísli á Uppsölum er einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins.

Einn stærsti viðburður íslenskrar sjónvarpssögu er Stiklu þáttur Ómars Ragnarssonar um einbúann Gísla Oktavíus Gíslason. Enn er Gísli landanum kær og hugleikinn.
Hér er á ferðinni áhrifamikil sýning sem hefur hrifið áhorfendur líkt og saga söguhetjunnar.

Leikari: Elfar Logi Hannesson

Höfundar: Elfar Logi Hannesson og Þröstur Leó Gunnarsson

Dramatúrg: Símon Birgisson

Tónlist: Svavar Knútur

DEILA