Fiskistofa fær Landhelgisgæsluna til eftirlits með netaveiðum

Fiskistofa var ásamt Landhelgisgæslunni var við eftirlitsflug í síðustu viku sem beindist að því að kanna netalagnir vegna veiði á göngusilungi í sjó.

Fiskistofa segir samstarf við Landhelgisgæsluna afar gagnlegt en með eftirlitsflugi er hægt að komast yfir stórt svæði á skömmum tíma.

Eftirlitið beindist að þessu sinni að Vesturlandi, Ísafjarðardjúpi, Húnaflóa og Skagafirði.

Fiskistofa mun áfram leitast við að eiga gott samstarfi við Landhelgisgæsluna vegna eftirlits með netaveiði á göngusilungi í sjó við Ísland, eins og verið hefur undanfarin ár.

Eftirlit Fiskistofu með netaveiði á göngusilungi í sjó miðar að því að athuga hvort veiðar séu stundaðar í samræmi við 15. gr. laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði og ákvæði í reglugerð nr. 449/2013 um búnað og frágang neta vegna veiða göngusilungs í sjó.

Ekki hafa fengist upplýsingar hjá Fiskistofu um árangur eftirlitsins.

DEILA