Engin tilboð í Bíldudalsveg um Botnsá í Tálknafirði

Mynd : Kristinn H. Gunnarsson.

Í gær stóð til að opna tilboð í nýjan vegarkafli á Bíldudalsvegi (63) um Botnsá í Tálknafirði, auk styrkingar á um 1 km löngum kafla vegarins og gerð nýrrar brúar á Botnsá.

Ný brú yfir Botnsá verður eftirspennt plötubrú í einu hafi, 20 m löng, heildarlengd 22,4 m. Brúin er grunduð í lausu efni á steyptum staurum segir í útboðslýsingu Vegagerðarinnar.

Verkinu átti að vera að fullu lokið 14. júlí 2021 en eins og áður sagði bárust engin tilboð í verkið.

DEILA