Bryggjukaffi er kaffihús í gamla sparisjóðshúsinu við höfnina á Flateyri.
Boðið er upp á súpu dagsins og bakkelsi með kaffinu, bjór og léttvín.
Öll fimmtudagskvöld í sumar er skákkvöld á Bryggjukaffi kl 20.
Að sögn Sigurðar Hafberg hefur verið ágætis mæting sem af er sumri.
Allir jafnt byrjendur sem lengra komnir eru velkomnir í þann góða félagsskap sem teflir á fimmtudagskvöldum í Bryggjukaffinu segir Sigurður.