Bolungarvíkurkaupstaður auglýsir eftir tilboðum í „Matseld fyrir Grunnskóla Bolungarvíkur og Leikskólann Glaðheima, árin 2020-2023“.
Útboðið miðast við að tvo valmöguleika:
1. Elda mat fyrir um 140 nemendur í Grunnskóla Bolungarvíkur og um 50 nemendur í Leikskólanum Glaðheimum, auk kennara og starfsmanna. Matseld fer fram í grunnskólanum í eldhúsi sem verkkaupi útvegar. Ekið skal með matinn í Glaðheima en starfsmenn Glaðheima sjá um að framreiða í leikskólanum.
2. Elda mat fyrir um 140 nemendur í Grunnskóla Bolungarvíkur, auk kennara og starfsmanna. Matseld fer fram í Grunnskólanum í eldhúsi sem verkkaupi útvegar.
Óskað er eftir tilboði í hvoru tveggja.
Útboðið er almennt opið útboð eins og lýst er í ÍST30/2012 og um það gilda lög um framkvæmd útboða nr. 65/1993 og lög um opinber innkaup nr. 120/2016.
Yfirlit yfir helstu tímasetningar o.fl.:
• Afhending útboðsgagna – frá 10. júlí 2020
• Fyrirspurnarfrestur útrunninn – 17. júlí 2020
• Svarfrestur útrunninn – 20. júlí 2020
• Opnunartími tilboða – 21. júlí 2020 kl. 14:00
• Opnunarstaður og tími tilboða: Ráðhús Bolungarvíkurkaupstaðar, Aðalstræti
• Gildistími tilboða – til og með 20. ágúst 2020
• Upphaf verktíma Leikskóla – 18. ágúst 2020
• Upphaf verktíma Grunnskóli – 22. ágúst 2020
• Samningstími – 3 ár
• Framlenging samnings – 1-2 ár ef báðir aðilar samþykkja
Óski bjóðandi eftir frekari upplýsingum og/eða skýringum á útboðsgögnum skal hann senda skriflega fyrirspurn á tölvupóstfang jonpall@bolungarvik.is . Öllum fyrirspurnum verður svarað samhljóða til allra þeirra sem hafa fengið afhent útboðsgögn á tölvupóstföng viðkomandi.
Bjóðendur er hvattir til að senda fyrirspurnir eins fljótt og kostur er á tilboðstímanum. Fyrirspurnum verður svarað eins fljótt og auðið er. Athygli er vakin á því að ekki verður haldinn sérstakur kynningarfundur vegna útboðsins.