Ari Eldjárn og Saga Garðarsdóttir í Vagninum á Flateyri

Í tlkynningu frá Vagninum á Flateyri segir að Ari Eldjárn og Saga Garðarsdóttir snúa bökum saman í sumar og leggja land undir fót til að flytja nýtt uppistandsefni.

Vagninn er þeirra fyrsti viðkomustaður – og reyndar sá eini enda er Flateyri besti staður í heimi.

En hvað um það, þau eru bæði fyndin með afbrigðum og hafa seinustu vikur verið að semja nýtt uppistandsefni sem er enn á þróunarstigi.

Gestum Vagnsins gefst kostur á að hlýða á herlegheitin laugardaginn 25. júlí.

Miðar eru í forsölu á TIX.

DEILA