Vesturbyggð: Nýr slökkvi­bíll

Slökkvilið Patreks­fjarðar hefur eignast nýjan slökkvibíl.
Davíð Rúnar Gunn­arsson slökkvi­liðs­stjóri kemur akandi inn í Patreks­fjörð klukkan 15:00 í dag, föstu­daginn 5. júní.

Sérstök móttaka verður á horni Strandgötu og Þórsgötu og í kjölfarið kemur hann til með að standa fyrir utan slökkvistöðina til sýnis.

Vesturbyggð hvetur fólk til að vera viðstatt komuna.

Um er að ræða nýjan dælubíl sem einnig verður notaður sem tækjabíl.

Bíllinn er búinn er góðum og öruggum búnaði. Bíllinn kemur til með að leysa af hólmi gamla Bedford 1962 sem búinn er að þjóna Patreksfirðingum og nágrönnum í 49 ár.

Opinber móttaka verður svo að nokkrum dögum liðnum þegar búið verður að klára örlitla vinnu við hann og hlaða hann þeim búnaði sem hann mun geyma. Nánar auglýst síðar.

DEILA