Húsafriðunarsjóður hefur úthlutað styrkjum til 36 verkefna en hér er um aukaúthlutun að ræða sem er þáttur í aðgerðum til að vinna gegn samdrætti vegna Covid-faraldursins. Ríkisstjórnin veitti 100 milljónum króna sem viðbótarframlagi í húsafriðunarsjóð, sem nýta skyldi til að veita styrki í atvinnuskapandi verkefni á svæðum sem verða fyrir hvað mestum efnahagslegum þrengingum vegna faraldursins.
Mennta- og menningarráðuneytið fól Minjastofnun Íslands að ákveða verklag við úthlutun 60 milljóna króna í samráði við húsafriðunarnefnd en 40 milljónir runnu til Húsasafns Þjóðminjasafns Íslands.
Sjö verkefni á Vestfjörðum hlutu styrk að þessu sinni. En það eru
Aðalstræti 16 í Bolungarvík 500.000.
Svarta pakkhúsið Flateyri 800.000.
Hrafnseyrarkirkja 270.000.
Ranakofinn Svefneyjum 1.000.000.
Eyrarkirkja í Seyðisfirði 1.000.000.
Síldarverksmiðjan í Djúpavík 1.000.000.
Kaldrananeskirkja 1.500.000.