Nýtt frá Örnu – Rabarbarajógúrt

Enn á ný kemur Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík með nýjung.

Nú er það rabarbarajógúrt sem verður fáanleg frá og með deginum í dag og næstu vikur.

Ekki þarf að taka það fram að hráefnið kemur frá Vestfjörðum enda hefur rabarbarinn tekið vel við sér í góðviðrinu undanfarið.

Enginn ætti að sleppa því að smakka á þessari frábæru grísku jógúrt.

Eins og aðrar árstíðarjógúrtir frá Örnu þá fæst þessi nýja jógúrt í fallegri 230 g krukku með loki og verður fáanleg í takmarkaðan tíma eða á meðan birgðir endast.

DEILA