Mikill aflasamdráttur á fyrsta árs­fjórðungi 2020

Alls varð heild­arafli ís­lenskra skipa rúm 178 þúsund tonn á fyrsta árs­fjórðungi 2020 sem er 25% minni afli en á sama tíma­bili árið 2019.

Afla­sam­drátt­ur varð í nær öll­um fisk­teg­und­um. Þetta kemur fram á vef Hag­stofu Íslands.

Þar seg­ir einnig að afla­verðmæti fyrstu sölu hafi verið tæp­ir 34,2 millj­arðar króna á fyrsta árs­fjórðungi 2020 sem er sam­drátt­ur um 5,6% miðað við sama tíma­bil 2019.

Verðmæti botn­fisk­teg­unda nam um 31,5 millj­örðum á fyrsta árs­fjórðungi og stend­ur í stað á milli ára þrátt fyr­ir 9% sam­drátt í afla­magni. sem bend­ir til þess að verð hafi hækkað milli ára.

Í aflamagni munar mest um kolmunna þar sem afli var 45 þúsund tonnum minni en í fyrra og er það 48% minna bæði hvað varðar aflamagn og aflaverðmæti.

DEILA