Matvælastofnun vill ráða sérfræðing í fiskeldi með aðsetur í Vesturbyggð

Matvælastofnun óskar eftir að ráða jákvæðan og metnaðarfullan einstakling í opinbert eftirlit með fiskeldi og vinnslu sjávarafurða í 100% starf sérfræðings með aðsetur í Vesturbyggð.

Um fullt starf er að ræða og krefst starfið talsverðra ferðalaga um landið. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í ágúst/september nk.

Gerð er krafa um háskólamenntun í sjávarútvegsfræði, fiskeldi, líffræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi.

Sótt er um starfið í þjónustugátt á vef Matvælastofnunar og skal starfsferilskrá, prófskírteini og kynningarbréf fylgja umsókn. Umsóknarfrestur er til og með 19. júní n.k.

Konur, jafnt og karlar, eru sérstaklega hvattar til að sækja um starfið.