Lónfellsganga

Þann 26.júní klukkan 13:00 bjóða landverðir í Vatnsfirði upp á fræðslugöngu upp á Lónfell

Farið verður frá skilti sem markar upphaf gönguleiðarinnar á Dynjandisheiði.

Vegalengd: 5-6 km
Hækkun: 300 m
Tími: 4 klst.
Búnaður: Góðir skór, fatnaður eftir veðri og nesti. Gaman að hafa sjónauka.

Fjallið er nokkuð stórgrýtt en hækkunin ekki mikil né er gangan löng

Fjallið Lónfell er gjarnan nefnt skírnarfontur Íslands þar sem leiddar
hafa verið líkur að því að hér sé komið fjallið hvaðan Hrafna-Flóki horfði þegar hann nefndi landið Ísland svo sem segir í Landnámu.

Fleiri fjöll hafa þó verið kölluð til og sýnist sitt hverjum.

Það sama má segja um örnefnið Lónfell. Heitir fjallið kannski Lómfell?

Útsýnið er stórkostlegt, um það eru allir sammála.

DEILA