Kómedíuleikhúsið með sýninguna Listamaðurinn með barnshjartað

Kómedíuleikhúsið undirbýr nú sýningar á leikverki um Samúel Jónsson alþýðulistamann í Selárdal í Arnarfirði.

Á þessum afskekkta stað byggði hann upp sína ævintýraveröld sem skákar öllum Disneylöndum.

Hann toppaði svo allt þegar hann byggði kirkju. En hvað átti hann að gera, hann vantaði jú húsnæði undir altaristöfluna sína og hvaða húsnæði hentar einmitt betur en kirkja.

Samúel hefur haft viðurnefnið Listamaðurinn með barnshjartað og þannig er einmitt nafn leiksins tilkomið.

Leikurinn verður sýndur í miðju ævintýraveraldar Samúels nefnilega í hans einstöku kirkju og eru sýningar fyrirhugaðar 28. júní til 3 júlí, alla dagana kl. 16:00 .

Höfundur/Leikari: Elfar Logi Hannesson
Búningar/Leikmunir/Leikstjórn: Marsibil G. Kristjánsdóttir

DEILA