HVATNINGARÁTAKIÐ TIL FYRIRMYNDAR

Fyrir 40 árum stigum við Íslendingar framfaraskref á heimsmælikvarða og vorum til fyrirmyndar með því að vera fyrst þjóða til að kjósa konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum, frú Vigdísi Finnbogadóttur.

Á þessum tímamótum er verðugt að staldra við, huga að því sem vel er gert
og þakka þeim sem við teljum vera til fyrirmyndar á einn eða annan hátt.

TAKTU ÞÁTT
SENDU BRÉF – HVER FÆR BRÉF FRÁ ÞÉR?

Eintök af bréfinu er hægt að nálgast í pósthúsum, í útibúum Landsbankans og í verslunum Nettó um land allt.

Markmiðið er að landsmenn skrifi kveðju til þeirra sem þeir telja vera til fyrirmyndar á einn eða annan hátt.

Bréfin má setja ófrímerkt í póst innanlands.

————————————

„Skal þó á það minnt að við erum öll samábyrg við rekstur þessa þjóðfélags, hver í sinu starfi, öll siðferðilega bundin af hagsmunum heildarinnar fremur en okkar eigin, sem kunna að vera tengdir líðandi degi. Framtíðin er alltaf á næsta leiti við hvert augnablik sem líður og til hennar verðum við fyrst og síðast að líta með enn gæfuríkara líf fyrir alla í huga.“

FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR

DEILA