HLAUPAHÁTÍÐIN Á SÍNUM STAÐ 16-19 JÚLÍ

Frá sjósundinu. Mynd: Hlaupahátíðin á Vestfjörðum.

Dagskrá Hlaupahátíðar á Vestfjörðum 2020 er nú fullmótuð og lítur þannig út:

Fimmtudagur 16. júlí
Kl. 20.00 Skálavíkurhlaup (5000 kr)
Kl. 19.40 Skálavíkurhjólreiðar (5000 kr) Athugið að tímasetning getur breyst
Kl. 22.30 Verðlaunaafhending í sundlauginni í Bolungarvík (tímasetning gæti breyst)

Föstudagur 17. júlí
Kl. 16:00 Sjósund 1500 m (3000 kr)
Kl. 16:00 Sjósund 500 m (3000 kr)
Kl. 20:00 Arnarneshlaup 21 km (4500 kr)
Kl. 21.00 Arnarneshlaup 10 km (3500 kr)
kl. 22.15 Verðlaunaafhending á Silfurtorgi fyrir Arnarneshlaup

Laugardagur 18. júlí
Kl. 10.00 Fjallahjólreiðar (XCM) 55 km (7000 kr)
Kl. 10.15 Skemmtihjólreiðar 8 km (500 kr)
Kl. 11.15 Skemmtiskokk á Þingeyri, 2 og 4 km (500 kr)
Útijóga, vöfflubakstur og fleira skemmtilegt við sundlaugina á Þingeyri

Sunnudagur 19. júlí
Kl. 08:00 Tvöföld Vesturgata 45 km (7000 kr)
Kl. 11:00 Heil Vesturgata 24 km (7000 kr)
Kl. 12:45 Hálf Vesturgata 10 km (5000 kr)
Þríþraut samanstendur af 500 m sjósundi, 55 km fjallahjólreiðum og 24 km Vesturgata (12000 kr)

Tilgreindir tímar eru rástímar. Allar nánari upplýsingar um mætingu og rútuferðir er að finna inni á síðu hverrar greinar fyrir sig.

Við undirbúning hátíðarinnar í ár hafa verið gerðar breytingar og eru þessar helstar:

Drykkjarstöðvar

Lámarksþjónusta verður á drykkjarstöðvum og aðeins boðið upp á orku og vatn. Ekki verður súkkulaði eða bananar í boði líkt og áður.

Glös

Í utanvegahlaupunum, Skálavíkurhlaupi og Vesturgötuhlaupi eiga þátttakendur að vera með sín eigin drykkjarmál. Þetta er bæði vegna sóttvarna en einnig vegna umhverfissjónarmiða. Hægt er að kaupa margnota drykkjarmál í einhverjum verslunum sem selja hlaupavörur, ma. Sportvörum og SÍBS verslun

Skráning

Engin skráning verður á staðnum og því er mikilvægt fyrir alla að ganga frá skráningu áður en netskráning lokar sem er miðvikudaginn 15. júlí á hádegi. Þetta á einnig við um skemmtiskokk og skemmtihjólreiðar.

Rútur

Rútur verða í boði fyrir þá sem það vilja (ath. takmarkað sætaframboð í 24 km og 10 km í Vesturgötunni) en þó er þátttakendum heimilt að fara á eigin vegum í startið ef þeir það kjósa. Þetta á við um allar greinar nema 10 km Vesturgötuhlaup þar sem vegurinn býður ekki upp á mikla umferð.

Verðlaun

Ekki verða þátttökuverðlaun og ekki veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sæti í flokkum. Hins vegar verða áfram verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í heildarkeppnum, óháð aldri. Áfram verður glaðningur fyrir krakkana sem taka þátt í skemmtiskokki og skemmtihjólreiðum.

Væntanlegum þátttakendum er bent á að fylgjast með hugsanlegum breyingum á fyrirkomulagi og nánari upplýsingum á https://hlaupahatid.is/

DEILA