Gjafir frá Stöndum saman Vestfirðir komnar í notkun

Hópurinn Stöndum saman Vestfirðir, söfnuðu í vetur fyrir nýjum tækjabúnaði fyrir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.

Meðal þess sem keypt var fyrir söfnunarféð voru fjórar súrefnissíur.
Ein sían er fyrir Sjúkrahúsið á Patreksfirði og er komin í notkun þar.
Súrefnissíur eru notaðar ef þörf er á langtíma súrefnismeðferð.

Um er að ræða vél sem þjappar saman súrefni úr andrúmsloftinu. Tilgangur meðferðar er að koma í veg fyrir fylgikvilla súrefnisskorts og lengja líf.

Á myndinni má sjá ánægt starfsfólk sjúkrahúsinu á Patró með nýju súrefnissíuna.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða þakkar þann stuðning sem nærsamfélagið hefur sýnt stofnuninni og starfsfólki hennar.

DEILA