Forsetahjónin í Edinborgarhúsinu

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid bjóða til opins fundar í Edinborgarhúsinu á morgun þriðjudag 23 júní klukkan 17:00.

Forsetahjónin munu þar ræða við gesti um árin á Bessastöðum, framtíðarsýn sína og sóknarfæri Íslendinga.

Allir eru velkomnir en fólk er beðið að hafa smitvarnir í huga og taka tillit til þeirra sem vilja hafa tveggja metra bil milli sín og annarra.

——-

Forsetakosningar fara fram þann 27. júní nk. Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili á viðmiðunardegi, þ.e. þremur vikum fyrir kjördag, þann 6. júní 2020. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá.

DEILA