Um borð í varðskipinu Þór var þjóðhátíðardagurinn nokkuð hefðbundinn en þar bar helst til tíðinda að skipið sigldi fram á stóran trjádrumb sem flaut á Breiðafirði.
Drumburinn sem var 15 metra langur var hífður um borð í varðskipið þar sem hann hefði auðveldlega gata orðið til vandræða fyrir minni skip og báta segir í færslu Landhelgisgæslunnar á Facebook.
Þar segir einnig frá því að á þriðjudag hafi TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, farið í eftirlitsflug um Vestfirði. Flugvélin nýtist einstaklega vel til að hafa eftirlit með lögsögunni enda kemst hún hratt yfir stórt svæði á skömmum tíma.