ÚR Vör fjallar um Vestfirði og landsbyggðina

Vefritinu var ýtt úr vör þann 15. mars árið 2019 og síðan þá hafa birst yfir 180 greinar til þessa dags og viðtökurnar hafa verið mjög góðar.

Að baki vefritinu stendur sex manna ritstjórn og eru meðlimir hennar allir með tengsl við Vestfirði.

Tíu lausapennar skrifa fyrir vefritið auk ritstjóra og er meirihluti efnisins á íslensku en nýlega bættust tveir erlendir lausapennar við hópinn og birtist efni á ensku eftir þá reglulega.

Viðtökur hafa verið hvetjandi og er markmiðið að halda áfram að miðla efni af landsbyggðinni.

Aron Ingi Guðmundsson ritstjóri og Julie Gasiglia hönnuður

Nú á vordögum var sett af stað áskriftarsöfnun, þar sem fólk getur gerst áskrifandi að vefritinu frá rúmum 1.000 krónum á mánuði, sem er gjöf en ekki gjald! Vonast er til að þessi leið geri það að verkum að vefritið muni lifa og dafna um ókomna tíð. Stuðningur almennings er mjög mikilvægur til að halda vefritinu á lífi og tryggja útgáfuna.

Við vonum að sem flestir sjái sér fært um að slást í hóp áskrifanda og styrki þar með umfjöllun af landsbyggðinni, sem er oft af skornum skammti.

Áskriftarsöfnunin mun vara áfram þar til markmiðinu er náð, en í þessum töluðu orðum hefur safnast 21% af markmiði áskriftarleiðarinnar sem verður að teljast góð byrjun, en betur má ef duga skal!

Hér er hlekkur á vefritið sjálft www.urvor.is
Og hér er svo hlekkur á áskriftarsöfnunina https://www.karolinafund.com/project/view/2818

DEILA