Slökkviliðið fær súrefnisgrímu fyrir gæludýr að gjöf

Jóna Símonía Bjarnadóttir og Þorsteinn Traustason færðu í dag slökkviliði Ísafjarðarbæjar súrefnisgrímu fyrir gæludýr að gjöf, til minningar um dýravinina Helenu Björk Þrastardóttur og Björn Baldursson.

Sigurður A. Jónsson, slökkviliðsstjóri, tók við gjöfinni og þakkaði þeim hjónum kærlega fyrir fyrir hönd slökkviliðsins.

Súrefnisgrímur fyrir gæludýr eru ef til vill ekki vel þekkt tæki hér á landi en hugmyndin kemur frá Bretlandi þar sem slökkvilið eru að koma sér upp samskonar búnaði.

DEILA