Skrifstofur Ísafjarðarbæjar opna aftur 11. maí

Mánudaginn 11. maí munu móttökur velferðarsviðs, stjórnsýslu- og fjármálasviðs og umhverfis- og eignasviðs í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði opna aftur og verður hefðbundinn afgreiðslutími aftur tekinn upp, eða frá 10-15 alla virka daga.

Móttökur sviðanna hafa verið lokaðar undanfarnar vikur vegna samkomubanns og til að tryggja öryggi starfsfólks og koma í veg fyrir röskun á þessum hluta starfsemi sveitarfélagsins.

Starfsfólki var skipt upp í hópa og vann stór hluti þeirra að heiman.

Ákveðið var að opna ekki strax í síðust viku m.a. vegna endurskipulagningar á skrifstofurýmum til að tryggja góða fjarlægð milli starfsfólks.

DEILA